Ágætu viðskiptamenn Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar – Við erum að flytja í Hádegismóa

Við viljum koma á framfæri þeim skilaboðum til ykkar að í dag og um helgina stöndum við í flutningum á Volvo atvinnutækjaverkstæðunum hjá okkur ásamt vörulager í nýja glæsilega þjónustumiðstöð okkar að Hádegismóum 8. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum og töfum á afgreiðslu varahluta af þeim sökum. Volvo vörubifreiða-og rútuverkstæði auk Volvo vinnuvéla-og bátavélaverkstæði opna á nýjum stað stax eftir helgi mánudaginn 22 október. Verður verkstæðismóttaka og varahlutasala í verkstæðismóttöku hjá Velti Xpress að Hádegismóum 8. Söludeild og sala atvinnutækjavarahluta verður um sinn áfram að Bíldshöfða 6. Kveðja starfsfólki Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.

Flutningar í gangi