Brimborg tekur í notkun Volvo FH bílaflutningabíl

Nú á vormánuðum tók Brimborg til notkunar Volvo FH bílaflutningabíl undir merkjum Thrifty bílaleigu sem Brimborg rekur. Starfsemin hefur vaxið ört og erum við nú með fimm afgreiðslustaði víðsvegar um landið og því mikilvægt að geta komið bílum á milli á hraðan og öruggan hátt. Bílstjóri bílsins er Jens Freymóðsson og fer hann að meðaltali 2-4 ferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkur á hverjum virkum degi. Það tekur Jens um 30 mínútur að lesta bílinn og huga þarf bæði að hæð og lengd bílanna þegar raðað er á vagninn. Fulllestaður eyðir bíllinn með aftanívagninum að meðaltali um 34 lítrum á hundraði. 

Volvo FH dráttarbíllinn

Bílaflutningabíllinn er Volvo FH dráttarbíll með Dual cluth skiptingu og er 540 hö með 2600 NM í tog. Bíllinn er ríkulega búinn og með Globetrotter XL húsi. Vagninn sem þessi glæsilegi Volvo FH dregur er LOHR bílaflutningavagn með flutningsgetu uppá átta bíla.

Bílaflutningabíll

Volvo FH er oft kallaður eilífðarvélin og er hið fullkomna val þegar kemur að þungaflutningum vegna mikillar getu og akstursþæginda. Hinn nýji Volvo FH er með 13 lítra vél sem er að skila eins og áður sagði 2600 Nm togi sem gerir það að verkum að vörubifreiðin þarf færri gírskiptingar, heldur hærri meðalhraða og eyðir minna eldsneyti. Volvo FH er búinn I-See tækni sem getur sparað allt að 5%. I-See notar rafrænt vistaðar upplýsingar um legu vega til þess að hámarka gírskiptingar, hraða og notkun viðbótar bremsubúnaðar.

Íbúð á hjólum

Jens er yfir sig hrifinn af bílnum og lýsir honum hreinlega sem íbúð á hjólum. Í bílnum er örbylgjuofn sem hefur komið sér vel þegar ekki er pláss til að leggja bílnum og skreppa í mat, þá getur Jens lagt á opnu svæði bílaleigunnar við Ásbrú og hitað sér mat í rólegheitum. Undir svefnplássi bílsins er ísskápur sem dreginn er út og þar er nægt pláss fyrir mat og drykk. Í ökumannsrýminu er einnig kaffivél svo Jens getur alltaf fengið sér nýuppáhellt kaffi á milli ferða. Jens segir að bíllinn sé svo vel búinn þægindum að það hljóti hreinlega að vera í honum klósett, hann bara hafi ekki fundið það.

LOHR bílaflutningavagninn

Bílaflutningavagninn sem Volvo FH dráttarbíllinn dregur er framleiddur af Lohr Group sem hafa í 50 ár sérhæft sig í framleiðslu á tengivögnum til flutninga. Flutningsvagninn sem við höfum til afnota hefur flutningsgetu uppá 8 bíla. Það var Þórarinn Vilhjálmsson hjá Volvo atvinnutækjum Brimborg sem hafði veg og vanda að því að finna vagninn og koma honum til landsins.

Lohr bílaflutningavagninn

Komdu í kaffi

Við hvetjum þig til að koma í sýningarsal Volvo atvinnutækja að Bíldshöfða 6 og kynna þér úrval Volvo vörubíla hjá ráðgjöfum okkar.

Áhugavert efni

Fleiri myndir af bílnum má sjá hér á Facebooksíðu Volvo atvinnutækja

Volvo FH dráttarbíll 

Dual Cluth skiptingin - Myndband 

I-See tækni Volvo Trucks - Myndand 

Thrity bílaleiga