Brimborg tekur við Renault Trucks umboðinu

Renault Trucks
Renault Trucks

Renault trucks atvinnubílar til Brimborgar

 
Renault Trucks atvinnubílar eru í eigu Volvo Truck Corporation sem er einn stærsti vörubílaframleiðandi heims. Í kjölfar endurskipulagningar Volvo á dreifingu og sölu Volvo Trucks og Renault Trucks vörubíla í Evrópu var ákveðið að Brimborg tæki við umboðinu. Renault Trucks vörubílar falla vel að vöruframboði atvinnubíla hjá Brimborg þar sem vörubílalína Renault Trucks er sterk frá 5-12 tonn þar sem vöruframboð Brimborgar hefur hingað til verið frekar takmarkað.
 

Brimborg mun taka yfir sölu, varahluti og þjónustu Renault Trucks vörubíla og leggja metnað sinn í að tryggja framúrskarandi þjónustu og hagstætt verð nú sem endranær. 

Volvo trucks vörubílar, Renault Trucks atvinnubílar og önnur Volvo atvinnutæki eru einnig hluti af fyrirtækjalausnum Brimborgar og að auki bjóðum við í þeim lausnapakka m.a. minni atvinnubíla frá Ford og Citroën og fólksbíla og jeppa af öllum stærðum og gerðum frá Ford, Volvo, Mazda og Citroën.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar á Volvo atvinnutækjasviði með því að hringja í síma 515 7070 eða sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8. Sérfræðingar okkar hjá Velti veita tæknilega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu. Í framhaldi gerum við þér tilboð um verð og afhendingartíma.

Alltaf heitt á könnunni.