Byggingarfélag Gylfa og Gunnars fær tvo nýja Volvo FH dráttarbíla og nýja Reisch malarvagna

Þeir Gylfi og Gunnar eigendur Bygg með starfsmönnum ástamt þeim Ólafi Árnasyni og Þórarni Vilhjálmss…
Þeir Gylfi og Gunnar eigendur Bygg með starfsmönnum ástamt þeim Ólafi Árnasyni og Þórarni Vilhjálmssyni frá Brimborg stylltu sér upp fyrir framan nýju Volvo dráttarbílana við afhendingu.

Bygg fékk í dag afhenta tvo nýja glæsilega Volvo FH 6x4T 540 hestafla dráttarbíla ásamt nýjum malarvögnum frá Reisch í Þýskalandi. Höfum við nýverið gert samning við Reisch vagnaframleiðandann um sölu og þjónustu á þessum vögnum hér hjá okkur í Brimborg Volvo atvinnutækjum. Volvo FH dráttarbifreiðaranar eru mjög vel útbúnar í alla staði með VDS Volvo Dynamic Steering, Dual Clutch gírkassanum, retarder vökvabrems og VEB+ öflug mótorbrems, leðurinnrétting og mörgu fl.

Reisch er 65 ára gamalt fyrirtæki og byggir því á gömlum traustum grunni. Malarvagnarnir eru sér hannaðir aftan í  10 hjóla dráttarbíla en að baki liggur hið minnsta ½ árs vinna við hönnun á vögnunum til að mæta kröfum okkar viðskiptavina hér á landi. Undir malarvögnunum eru nýðsterkir SAF öxlar og lengri strututjakkur þannig að lyftingin verður 52°. Í skúffunum er Hardox 450 sem eykur styrk og endingu vagnanna.

Óskum við starfsfólki og eigendum BYGG innilega til hamingjum með hina nýju Volvo dráttarbíla og

Hafa samband við okkur ef ykkur vantar frekari upplýsingar um vöruframboð Volvo Trucks og Reisch vagna framleiðandans. Komu að Bíldshöfða 6 og kíkut í kaffi eða hafðu samband við okkur í síma 515 7070. 

Bygg fær afhenta nýja Volvo FH og Reisch malarvagna