Elmia Lastbil vörubifreiðasýningin sem haldin er annað hvert ár í Jönköping Svíþjóð hefst nú í vikunni

Volvo Trucks 90 ára afmæli
Volvo Trucks 90 ára afmæli

Elmia Lastbil vörubifreiðasýningin er haldin daganna 22 – 25 ágúst og þar gefur að líta allt sem tengist flutninga iðnaðinum. Á Elmia Lastbil eru allir helstu ábyggjendur og íhluta framleiðendur fyrir vörubifreiðar sem Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar vinnur með. Sýnendur eru meðal annars fyrirtæki með alls konar búnað og þjónustu sem gerir það að verkum að flutningafyrirtæki stór sem smá geti sinnt hinum ýmsu ólíku verkefnum.  

Starfsmenn Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar koma til með að taka á móti gestum á básum Volvo Trucks úti sem inni föstudag 24 og laugardag 25 ágúst. Volvo Lastvagnar Sverige verða með stóran bás í höll B05 númer 40. Bjóðum við gesti innilega velkomna til okkar á meðan á sýningu stendur.

Upplýsingar um Elmia Lastbil.

Sýningarsvæðið er um 75.000 m2 og á síðustu sýningu sem haldin var árið 2016 voru 415 sýnendur. Elmia Lasbil var fyrst haldin árið 1983 og árið 2016 komu hátt í 35.000 gestir sýninguna.

Hlekkur inn á heimasíðu Elmia Lastbil 2018. Smellu hér.Volvo Trucks 90 ára 2018