Fréttatilkynning frá Volvo atvinnutækjasviði

Georg, Ingólfur og Sigurður Gunnar
Georg, Ingólfur og Sigurður Gunnar

Skipulagsbreytingar hjá Volvo atvinnutækjasviði

Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar flytur í nýtt og glæsilegt sérhannað húsnæði um þjónustu við Volvo atvinnutæki að Hádegismóum 8 í Árbæ um næstu áramót. Við flutning á starfseminni verður rekstur Volvo atvinnutækjasviðs færður undir nýtt nafn VELTIR en það er gert til þess meðal annars að skapa skarpari skil á milli Brimborgar bílaumboðs og Veltis – Volvo atvinnutækja.

 Aukin sala á Volvo atvinnutækjum og umtalsvert meiri umsvif samhliða stækkun á húsnæði  kallar á fleiri starfsmenn og breytingar á skipulagi.

 Breytingar á skipulagi þjónustu

Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi.  Verk og tæknistjóra vörubifreiða og-hópferðabifreiða verkstæðis hefur verið skipt upp í starf Verkstjóra vörubifreiða og-hópferðabifreiða verkstæðis annars vegar og Tækni-og ábyrgðastjóra vörubifreiða og hópferðabifreiða hins vegar. Sigurður Gunnar Sigurðarson tekur við nýju hlutverki Tækni-og ábyrgðastjóra og Georg Salvamoser tekur við starfi Verkstjóra á vörubifreiða og hópferðabifreiða  verkstæðis. Ingólfur Már Magnússon hefur samhliða þessum breytingum tekið við starfi Aðstoðar verkstjóra á vörubifreiða og hópferðabifreiða verkstæði.

Þeir félagar eru okkar viðskiptavinum að góðu kunnir og koma til með að þjónusta þá áfram eftir fremsta megni og af fagmennsku.

Í þeim miklu tækniframförum sem eiga sér stað í vöru- og hópbifreiðum erum við hjá Volvo atvinnutækjum sannfærð um að þessar breytingar munu efla enn frekar áherslur okkar á framúrskarandi þjónustu við okkar viðskiptavini.

 Skipulagsbreytingar Volvo atvinnutækjasvið

Allar nánari upplýsingar má fá hjá undirrituðum

Kristinn Már Emilsson            S:515 7071      kristinn@brimborg.is

Jóhann Rúnar Ívarsson          S:515 7072      johannri@brimborg.is