GS Frakt ehf fékk á dögunum afhentan nýjan stórglæsilegan Volvo FH16 750 hestafla dráttarbíl

Afhending á Volvo FH16 til GS Frakt ehf.
Afhending á Volvo FH16 til GS Frakt ehf.

GS Frakt Dalvík fékk afhenta í byrjun desember nýjan fallega rauðan Volvo FH16 750 hö 6x4T dráttarbíl. Ökumannshúsið er Globetrotter og hlaðið aukabúnaði sem gerir Volvo FH16 dráttarbílinn að frábærum vinnustað fyrir bílstjórann. Nýji Volvo FH16 dráttarbíllinn er einstalega vel útbúin með lyftanlegri drifhásingu, VDS Volvo Dynamic Steering, öflugri mótorbremsu VEB+ og vökvabremsu retarder o.m.fl. Volvo FH16 dráttarbíllinn var samlitaður áður en hann kom til landsins sem gerir það að verkum að rauði litur nýtur sín mjög á bílnum. Spurning hvort liturinn er ættaður úr herbúðum Liverpool eða Machester United?

Óskum við eigendum og starfsmönnum GS Frakt ehf, innilega til hamingju með nýja Volvo FH16 dráttarbílinn.

Á myndinni frá vinstir eru þeir Gunnlaugur Svansson og Jóhannes Veigar Jóhannesson frá GS Frakt og Þórarinn Vilhjálmsson frá Brimborg.

Hægt er að sjá meira af myndum af þessum einstaklega glæsilega rauða Volvo FH16 6x4T dráttarbíl inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.

GS Frakt