Jóhann Geirharðsson ehf fær nýjan Volvo FH16 6x4 550 hö

Jói Geira ásamt Pétri bílstjóra fyrir framan nýja Volvo FH16 dráttarbilinn að Bíldshöfða 6.
Jói Geira ásamt Pétri bílstjóra fyrir framan nýja Volvo FH16 dráttarbilinn að Bíldshöfða 6.

Jói Geira fékk á dögunum afhentan nýjan vel útbúin Volvo FH16 6x4T dráttarbíl sem er 550 hestöfl. Einstaklega fallegur og vel útbúin skjanna hvítur Volvo FH16 dráttarbíll. Volvo FH16 550 hö er að skila 2900 Nm togi í gegnum I-Shift 12 gíra gírkassann. Hinn nýji Volvo FH16 kemur með VDS eða Volvo Dynamic Steering sem er nánast orðin staðalbúnaður í Volvo vörubifreiðum sem eru pantaðar til landsins. Frábær búnaður sem færir meðhöndlun og stjórnun þungra vörubifreiða upp á hærra plan. Bílstjórinn verður síður þreyttur undir stýri í lok dag þar sem ekki þarf að beit afli þegar snúa þarf stýri til að mynd við erfiðar aðstæður auk þess sem ójöfnur í veginum leiða ekki upp í stýrið og herðar bílstjórans.

Fréttamynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óskum við Jóhanni Geirharðssyni innilega til hamingju með nýjasta Volvo FH16 dráttarbílinn í flotanum.

Hægt er að nálgast bækling á ensku yfir Volvo FH16 vörubifreiðina hér. Smelltu hér.

Sjá meira af myndum af bíl inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smelltu hér.