Silfri ehf, fær afhentan nýjan silfurgráan Volvo FH16 dráttarbíl

Afhending á nýjum FH16 dráttarbíl til Silfra
Afhending á nýjum FH16 dráttarbíl til Silfra

Silfri ehf, fékk á dögunum afhentan nýjan stórglæsilegan Volvo FH16 750 hö 6x4T dráttarbíl. Hinn nýji Volvo FH16 dráttarbíll hjá Silfra er fallega silfurgrár metallic á litinn, nema hvað. Þegar Volvo vörubifreiðin var pöntuð á sínum tíma þá var hakað í öll box sem í boði voru þegar kemur að auka málningarvinnu við dráttarbílinn og útkoman eins og myndirnar sýna, mjög flottur. Hér er á ferðinni mjög vel útbúinn Volvo FH16 6x4T dráttarbíll, kemur á nádrifum, I-Shift gírkassi með crawler gear, VDS Volvo Dynamic Steering og margt fleira. Ökumannshúsið er vel útbúið Globetrotter hús sem allir ökumenn stórra vörubifreiða gætu verið sáttir með.

Óskum við Gunnari Þ Ólafssyni eiganda Silfra ehf ásamt starfsmönnum innilega til hamingju með nýja Volvo FH16 dráttarbílinn.

Hér er hægt að skoða fleiri myndir af bílnum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.Volvo FH16 afhentur Silfra ehf