SSG ehf, fær afhenta tvo nýja Volvo FH 6x4T dráttarbíla

Afhending á Volvo FH 6x4T dráttarbílum til SSG ehf
Afhending á Volvo FH 6x4T dráttarbílum til SSG ehf

SSG ehf, fékk í gær afhenta tvo nýja glæsilega Volvo FH 6x4T 500 hestafla dráttarbíla. Eru þessir bílar nánast eins útbúnir og síðasti bíll sem þeir fengu afhentan. Hér eru á ferðinni Volvo FH dráttarbílar með 13 lítra vélinni sem er 500 hestöfl og skilar 2500 Nm togi. Gírkassinn er I-Shift Dual cluts þ.e. 12 gíra sjálfskiptur I-Shift gírkassi með tvöfaldri kúpplingu sem gerir það að verkum að snúningur á vél fellur nánast ekkert við það að vörubifreiðin skiptir sér niður eða upp um gír. Þetta gerir það að verkum að tog vélarinnar helst mun betur við erfiðar aðstæður. Frábær búnaður sem hefur hitt í mark hjá þeim sem hafa prufað.

Volvo FH 6x4T dráttarbifreiðin kemur jafnframt með lyftanlegri drifhásingu sem er gott að hafa þegar ekið er undir litlum þunga, minnkar dekkjaslit og hráolíueyðslu. FH dráttarbílarnir koma með öflugum stuðurum sem eru hærri og meira hugsaðir í verktakavinnuna.

Inn á heimasíðu okkar www.volvotrucks.is er hægt að nálgast bækling á ensku yfir Volvo FH vörubifreiðina. Smellið hér.

Óskum við eigendum og starfsmönnum SSG ehf, innilega til hamingju með tvo nýjustu Volvo FH dráttarbílanna í tækjaflotanum hjá þeim.

Meðfylgjandi mynd sem var tekin við afhendingu bílanna.