SSG Verktakar ehf, fá afhenta nýja Volvo FMX vörubifreið með Zetterbergs palli

Frá vinstri Þóarinn Vilhjálmsson frá Brimborg og Gunnar Jones frá SSG ehf.
Frá vinstri Þóarinn Vilhjálmsson frá Brimborg og Gunnar Jones frá SSG ehf.

SSG Verktakar ehf fengu afhenta í síðustu viku nýjan Volvo FMX 8x4 vörubifreið með samlitum grjótpalli frá Zetterbergs Svíþjóð. Hér er á ferðinni einstaklega fallegur og vel útbúinn Volvo FMX 8x4R 460 hö, vélin D13K 13 lítra sem er að skila 2300 Nm togi. Aftasta hásingin er rafstýrður Tridem beyjubúkki. Hinn nýji Volvo FMX kemur með svefnhúsi, Dura-Bright álfelgum, VDS Volvo Dynamic Steering léttistýri, VEB+ mótorbremsu, Xenon aðalljós, bakkmyndavél o.m.fl.

Óskum við eigendum og starfsfólki SSG Verktaka ehf innilega til hamingju með nýja Volvo FMX vörubílinn. Við þetta tækifæri var tekin mynd af Gunnari Jones bílstjóra fyrir framan hinn nýja Volvo FMX ásamt Þórarni Vilhjálmssyni frá Brimborg. 

Hlekkur inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja þar sem hægt er að skoða fleiri myndir af hinum nýja Volvo FMX hjá SSG ehf með samlita Zetterbergs pallinum. Smellið hér.

 Afhending á Volvo FMX til SSG ehf