Veigar A Sigurðsson hjá T75 ehf fær afhentan nýjan glæsilegan Volvo FH16 dráttarbíl

Afhending á Volvo FH16 til T75 ehf í lok maí
Afhending á Volvo FH16 til T75 ehf í lok maí

Veigar fékk á dögunum afhentan nýjan mjög vel útbúin og fallegan Volvo FH16 6x4T dráttarbíl. Liturinn á nýja Volvo FH16 dráttarbílnum er brúnn metalic litur sem kemur ótrúlega vel út. Vélin er 16 lítra Volvo D16K 750 hestöfl og er að skila 3550 Nm togi. Bílinn er eins og áður sagði mjög vel útbúin og nánast hægt að segja „einn meö öllu“. Kemur meðal annars með VDS Volvo Dynamic Steering, Tandem lyftanlegri drifhásingu. Volvo FH16 ökumannshúsið einstaklega flottur vinnustaður fyrir bílstjórann og er meðal annars með  örbylgjuofni og kaffivél sem hægt er að nota þegar þarf að stoppa.  Hægt er að sjá myndbönd inn á youtube sýnir vel VDS og Tandem axel lift. Smellið á hlekki hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=D-ErBXQX6uo&t=5s

https://www.youtube.com/watch?v=clv7emcs84Y

Óskum við Veigari eiganda T75 ehf innilega til hamingju með þenna glæsilega Volvo FH16 dráttarbíl.

 

Volvo FH16 750 hö T75 ehfVolvo FH16 VeigarVolvo FH16 Veigar