Volvo Trucks Nordic Final 2018 golfmótið fór fram á Vasatorp golfvellinum í síðustu viku

Tveir keppendur komust áfram eftir þátttöku í Volvo Trucks golfmóti sem haldið var á Grafarholtsvelli  um miðjan ágúst síðastliðinn. Það voru þeir Ragnar Hannesson hjá Laxaflutningum ehf og Karl Vidalin Grétarsson starfsmaður Allrahanda GL ehf. 

Keppnin á Vasatorp golfvellinum fór fram fimmtudaginn 6 september í frábæru veðri. Aðstæður á vellinum voru góðar burt séð frá því að miklir þurrkar séu búnir að vera í Svíþjóð í sumar. Eftir því sem undirritaður komst að þá var þó búið að rigna talsvert eftir að þurrkatímabili lauk þannig að völlurinn var á að líta grænn og fallegur en kannski ekki alveg í sínu besta standi.

Daginn fyrir keppnisdag fengu þátttakendur að spila æfingarhring á Tournament course vellinum, en á Vasatorp eru fjórir golfvellir í boði, Tournament course 18 holur, Classic course 18 holur, Allébanan 9 holur og Västra 9:AN 9 holur. Vasatorp golfvöllurinn hefur verið kosin besti golfvöllur Svíþjóðar síðastliðin 3 ár og er einn stæðsti golfklúbbur Svíþjóðar er með aðstöðu þar. Frábær æfingaraðstaða er á vellinum nálægt golfskálanum og umhverfið allt eins og best verður á kostið. Hiklaust er hægt að mæla með heimsókn fyrir golfara á þennan frábæra golfvöll í Helsingborg Svíþjóð.

Á keppnisdegi 6 september var mætt kl.08.00 og byrjað á upphitun á æfingarsvæðinu en keppnin sjálf hófst stundvíslega kl.09.00 eftir hópmyndatöku þar sem fallega vínrauður Volvo FH 4x2T 25 ára anniversery dráttarbíll var í bakgrunni. Okkar keppendur áttu kannski ekki sinn besta dag hvað spilamennsku varðar en voru mjög sáttir við umgjörðina og skipulagið sem Volvo Trucks hefur skapað í kringum þessi Volvo Trucks golfmót. Í raun eftir miklu að sækjast að fá þátttökurétt í Volvo Trucks Nordic Final á næsta ári og hvetjum við okkar viðskiptavini að taka þátt í væntanlegri undankeppni á næsta ári.

Meira af myndum frá Vasatorp golfvellinum á keppnisdegi inn á facebook síðu Volvo atvinntækja. Smellið hér.

Volvo Trucks Final golfmót Vasatorp