VOLVO TRUCKS NORDIC GOLF CHALLENGE golfmót 28.júní

Mynd af einu holli keppenda frá Volvo Trucks golfmóti 2016
Mynd af einu holli keppenda frá Volvo Trucks golfmóti 2016

Það er okkur sannkallað ánægjuefni að skýra frá því að miðvikudaginn 28.06.2017 ætlum við enn á ný að halda Volvo Trucks Golf forkeppni. Spilað verður á Grafarholtsvelli í boði Volvo atvinnutækjasviðs hjá Brimborg.Golfmót

  • Boðið verður upp á morgunverð í golfskálanum frá kl.07.00, verður ræst út frá kl.08.00. Stefnter að því að allir keppendur hefji leik á sama tíma þ.e ræsing á öllum teigum samtímis eða eftir fjölda þátttakenda.
  • Leikið verður í einstaklingskeppni samkvæmt Stableford-kerfi, mest 36 punkta forgjöf og verða 18 holur leiknar. Keppendur þurfa að geta sýnt fram á löglega EGA forgjöf.
  • Þátttakendum sem boðið er til keppni eru viðskiptavinir Volvo Trucks á Íslandi.
  • Aldurstakmark þátttakenda er 20 ára.
  • Þegar spilahring líkur verður boðið upp á léttan hádegisverð í golfskálanum.
  • Vinsamlegast skráið þátttöku sem fyrst þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður.

 Þegar allir hafa lokið keppni verður að sjálfsögðu upplýst hverjir hafa verið efstir þar sem til mikils er að vinna, en efstu þátttakendum verður boðið til Svíþjóðar að hálfu Brimborgar og Volvo Trucks til þátttöku í úrslitakeppni norðurlanda sem fer fram 5 september á Vallda Golf & Country Club, en golfvöllurinn er staðsettur rétt fyrir utan Gautaborg. Til mikils er að vinna fyrir sigurvegara Nordic Finals golfmóts á Vallda Golf & Country Club en efstu fimm mönnum verður boðið að fara og fylgjast með einni keppni í European Tour event í haust ásamt því að spila velli í nágrenni þess móts. Hvaða mót verður fyrir valinu verður tilkynnt þátttakendum fyrir 28.júní.

Fjöldi boðsgesta frá Íslandi til þátttöku í úrslitakeppni í Svíþjóð geta orðið 2-4 en ræðst af heildar þátttakenda fjölda í forkeppni  þessari sem við erum nú að bjóða okkar viðskiptamönnum til þátttöku í þriðja sinn. Í júni árið 2016 var síðasta Volvo Trucks golf forkeppni haldin einnig að Grafarholtsvelli þar sem veðrið lék við keppendur.

Volvo atvinnutækjasvið hefur hafði framkvæmdir að nýrri þjónustumiðstöð fyrir Volvo atvinnutæki að Hádegismóum 8 í Árbæ sem er í næsta nágrenni Grafarholtsvallar. Keppendur koma til með að fá afhenta teiggjöf á teig nr.14 auk þess sem ferkari upplýsingar verða veittar um nýjar höfðustöðvarar Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar að Hádegismóum.

Vinsamlegast sendið tölvupóst vegna skráningar á kristinn@brimborg.is