Volvo Trucks Nordic undankeppni var haldin á Grafarholtsvelli í vikunni eða 15 ágúst í blíðskaparveðri

Nýr Volvo FH16 6x4T fyrir Eimskip á Grafarholtsvelli
Nýr Volvo FH16 6x4T fyrir Eimskip á Grafarholtsvelli

Boðið var upp á léttan morgunverð í golfskálanum frá kl.07.00 og síðan var ræst út kl.08.00. Hópar fóru síðan að tínast inn í hús fyrir kl.12.00. Ekki laust við það að menn væru sáttir við daginn þar sem veðrið og  Grafarhotlvöllur lék við keppnendur að þessu sinni. Í efstu þremur sætunum voru Ragnar Smári Guðmundsson frá Ragnar og Ásgeir ehf með 38 punkta síðan í efstu tveimur sætum með 39 punkta þeir Ragnar Pétur Hannsesson frá Laxaflutningum ehf og Karl Vídalín Grétarsson frá Allrahanda GL ehf.

Efstu tveir keppendur Volvo Trucks 2018 hljóta í vinning boð um þátttöku í Volvo Trucks Nordic Final sem haldið verður á Vasatorp golfvellinum í Helsingborg 5-6 september næstkomandi.

Hér fyrir neðan er hlekkur inn á úrslit Volvo Trucks 2018 golfmótið. Smellið hér.

Hægt er að skoða meira af myndum frá golfmóti inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellu hér.

Volvo Trucks golfmót 2018