Vörubíla varahlutir

Vörubílavarahlutir frá Volvo

Volvo vörubílavarahlutir eru upprunalegir (original) varahlutir og lúta ströngustu gæðakröfum. Sérfræðingar okkar í varahlutum veita þér framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf við kaup á varahlutum. Hátt þjónustustig er aðalsmerki Veltis sem ávallt liggur með gott úrval varahluta á lager. Að auki veitum við öfluga hraðþjónustu varahlutapantana.

Varahlutaverslun fyrir vörubíla frá Volvo er á tveimur stöðum á landinu

  • Hádegismóum 8, 110 Reykjavík
  • Tryggvabraut 5, 600 Akureyri

Pantaðu varahluti á vefnum eða hringdu í síma 510 9123. Upplýsingar um opnunartima og önnur símanúmer hjá Volvo vörubílum. Allt um neyðarþjónustu fyrir varahluti og verkstæði.

Síur og önnur þjónustuvara

Reglulegt viðhald er mikilvægt. Það tryggir að vörubíllinn er ávallt tilbúinn í verkefni og tryggir einnig betra endursöluverð og lægri viðgerðarkostnað til lengri tíma. Veltir býður Volvo síur og aðra þjónustuvöru á hagstæðu verði. Hafðu samband við sérfræðinga okkar og þeir veita þér ráðgjöf við kaup á síum og annarri þjónustuvöru.

Hraðpantanir varahluta

Veltir á ávallt gott úrval varahluta á lager en ef þarf að sérpanta þá veitum við bestu þjónustuna í bransanum. Pantaðu fyrir kl. 11 og fáðu varahlutina daginn eftir.

Tilboð í varahlutakaup

Sérfræðingar okkar eru til staðar fyrir þig til skrafs og ráðagerða ef um stærri varahlutakaup er að ræða. Við erum liprir í samningum og gerum hagstætt verðtilboð og leitum leiða til að lágmarka kostnað. Hafðu samhand, hringdu í 510 9123 eða komdu til okkar.

Vörubíladekk

Vörubíladekk frá Nokian eru í boði í samvinnu við MAX1 Bílavaktina. Nokian vörubíladekkin eru finnsk gæðadekk sem hafa reynst gríðarlega vel við íslenskar aðstæður. Kynntu þér vörubíladekk hjá MAX1.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Við viljum gjarnan fá tækifæri til að bæta úr ef okkur hefur orðið á í messunni og við viljum líka heyra ef okkur hefur tekist vel til. Smelltu hér til að senda hrós, ábendingu eða kvörtun.