Neyðarþjónusta vörubíla

Neyðarþjónusta vörubíla

Neyðarþjónusta vörubílaverkstæðis Brimborgar er margþætt enda eru aðstæður viðskiptavina misjafnar. Við leggjum áherslu á að halda kostnaði viðskiptavina vegna neyðarþjónustu, þjónustu utan opnunartíma, sem lægstum og leitum ávallt leiða í samstarfi við viðskiptavininn um hagstæðustu leiðir og m.a. reyna að leysa málin í gegnum símann.

Gjald fyrir neyðarþjónustu

Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að bíllinn bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma.

Hvernig finn ég neyðarnúmerið?

Áður en þú hringir í neyðarsímann þá skaltu gjarnan velta fyrir þér hvort þér dugar að bíða til næsta virka dags - kannski geturðu sparað þér útkallskostnaðinn ef sú þjónusta dugar þér. Að öðrum kosti skaltu ekki hika við að hringja í neyðarsímann og óska eftir neyðarþjónustu.

Neyðarnúmer utan hefðbundins opnunartíma er í boði fyrir eftirfarandi atvinnubíla og atvinnutæki:

  • Volvo vörubílar: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Renault vörubílar: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Volvo rútur: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Volvo strætisvagnar: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Volvo vinnuvélar: Verkstæði og varahlutir: 893 7062
  • Volvo Penta bátavélar: Verkstæði og varahlutir: 893 7062

Neyðarþjónusta utan Reykjavíkur

Neyðarþjónusta utan Reykjavíkur er í boði hjá þjónustuaðilum okkar um land allt. Kostnaður vegna útkallsþjónustu fer eftir hverjum þjónustuaðila. Það sama gildir um neyðarþjónustu þeirra aðila og Volvo vörubílaverkstæðis. Veltu fyrir þér hvort dugar að bíða til næsta virka dags - ef ekki, hringdu þá.

Brimborg er að auki með öflugan flota þjónustubíla sem tæknimenn okkar nota til að fara út á land til aðstoðar við viðskiptavini.