Vörubílar nýir

Vörubílar frá Volvo

Volvo er í hópi stærstu vörubílaframleiðenda í heimi og er leiðandi á öllum sviðum vörubílahönnunar og framleiðslu. Volvo framleiðir breiða línu öflugra, sparneytinna og vistmildra vörubíla sem eru áreiðanleigir og einstaklega hagkvæmir í rekstri. Framúrskarandi þjónusta Veltis tryggir rekstraröryggi Volvo vörubíla.

Vörubílar frá Volvo fást í miklu úrvali

Vörubílalína Volvo samanstendur af Volvo FH, Volvo FMX, Volvo FM, Volvo FE og Volvo FL. Volvo vörubílar fást sem dráttarbílar, flutningabílar, kranabílar, krókheysisbílarsturtubílar eða sorphirðubílar auk margra annarra útfærsla. Sérfræðingar Veltis meta þarfir þínar og setja saman rétta vörubílinn sem uppfyllir þínar kröfur og afhenda bílinn fullbúinn til þín. Það tryggir gæði og besta mögulega verð.

Kynntu þér líka notaða vörubíla til sölu hjá Velti.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar um Volvo vörubíla með því að hringja í síma 510 9100 eða sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík. Sérfræðingar okkar á Volvo atvinnutækjasviði veita tæknilega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu. Í framhaldi gerum við þér tilboð um verð og afhendingartíma.

Alltaf heitt á könnunni.