Volvo FE

Volvo FE er hagkvæmur og afkastamikill

Volvo FE er sérlega hentugur til svæðisbundinna flutninga af ýmsu tagi. Volvo FE er vinsæll meðal sveitarfélaga, bæði vegna ýmissa framkvæmda- og viðhaldsverkefna og sorphirðu, en einnig meðal flutninga- og verktakafyrirtækja. Umhverfi ökumanns er á heimsmælikvarða vegna þægilegs og lágs aðgengis, sem er mikilvægur þáttur í vinnuvistfræði Volvo þegar sinna þarf mörgum verkefnum hratt og örugglega í daglegum störfum.

Einstakir aksturseiginleikar, lipur meðhöndlun og gott útsýni ökumanns eru þættir sem áhrif hafa á aukin afköst. Þú velur um mismunandi útfærslur þessa hagkvæma og afkastamikla flutningabíls, allt eftir því hver hentar best til þeirra starfa sem Volvo FE er ætlað að sinna.

Nánar um Volvo FE vörubíla á vefsíðu Volvo Trucks í Bretlandi. Sömu upplýsingar er hægt að nálgast á öðrum tungumálum með því að fara á volvotrucks.com og velja það land sem hentar.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar um Volvo vörubíla með því að hringja í síma 510 9100 eða sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík. Sérfræðingar okkar á Volvo atvinnutækjasviði veita tæknilega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu. Í framhaldi gerum við þér tilboð um verð og afhendingartíma.

Alltaf heitt á könnunni.