Volvo FH

Volvo FH er oft kallaður eilífðarvélin

Volvo FH er hið fullkomna val þegar kemur að þungaflutningum vegna mikillar getu og akstursþæginda - enda er hann kallaður eilífðarvélin frá Volvo. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem slíkur, en nú hefur verið bætt um betur því hinn nýi Volvo FH er búinn enn meira afli en áður, eða nýrri 13 lítra vél, sem hefur meiri slaglengd, stærri strokka og meira tog en fyrirrennarinn. Nýja vélin, D13A er léttari, krefst færri gírskiptinga, heldur hærri meðalhraða og eyðir minna eldsneyti.

Nýr og enn fullkomnari gírkassi (I-shift) er til í þremur útgáfum, þar sem hver og ein tekur mið af burðargetu bílsins, umferðarþunga og aðstæðum hverju sinni. Útkoman er hagkvæmari orkunýting, þægilegri akstur og minni mengun, í samræmi við kröfur Evrópuríkja, sem eru þær ströngustu í heimi.

Volvo FH valinn International Truck of the Year 2014

Fljótlega eftir að hinn nýji Volvo FH var kynntur til sögunnar var hann kjörinn International Truck of the Year 2014 af helstu blaðamönnum 25 fagtímarita sem fjalla um atvinnubíla í Evrópu.  Verðlaunin fyrir að vera kosin vörubifreið ársins voru móttekin af Claes Nilsson forstjóra Volvo Truck við athöfn á Comtrans sýningunni í Moskvu.

Í samantekt við úrskurð dómnefndar, International Truck of the Year segir formaður nefndarinnar Gianenrico Griffini „Volvo Truck hefur hér komið með algjörlega nýjan öflugan stóran vörubíl sem með hinu nýja ökumannshúsi, hátækni driflínu, háþróuðum lausnum varðandi viðhald, hefur sett ný viðmið í vörubifreiða iðnaðinum.“

Volvo FH er listavel hannaður vörubíll

Þetta er í þriðja sinn sem Volvo FH er hlýtur verðlaunin International Truck of the Year. Hann hlaut þessi verðlaun einnig árin 1994 og 2000. „Við erum þakklát og glöð. Þegar við kynntum hinn nýjan Volvo FH í september 2012, töluðum við um að hann kæmi til með að auka enn frekar kröfur um gæði og búnað í vörubílum. Þessi verðlaun International Truck of the Year staðfestir það að hinn nýji Volvo FH stendur við gefin loforð.“ segir Claes Nilsson, forstjóri Volvo Trucks. Hinn nýji Volvo FH er hannaður með ökumanninn í huga og áhersla lögð á aukna arðsemi flutningafyrirtækja með rekstri hins nýja Volvo FH.
Hann státar af mikilvægum nýjungum á öllum sviðum: sparneytni, vinnuvistfræði, aksturseiginleikum, virkum og óvirkum öryggisþáttum auk tímasparandi eiginleikum.

Hinn nýji Volvo FH í hnotskurn

Volvo FH er fáanlegur með 13 lítra vélum (D13K) sem skila 420, 460, 500 or 540 hö. og 16 lítra vélum (D16K) sem skila 550, 650 or 750 hö.

  • I-See tæknin getur sparað eldsneyti allt að 5%. I-See notar rafrænt vistaðar upplýsingar um legu vega til þess að hámarka gírskiptingar, hraða og notkun viðbótar bremsubúnaðar. 
  • Aksturseiginleikar eru frábærir, þökk sé bættrar driflínu auk þess sem hægt er að fá sjálfstæða fjöðrun að framan. 
  • Staða ökumanns við akstur er betri og bíður upp á meiri möguleika. Sem dæmi hefur stýrið nýjan eiginleika, en hægt er að velta/tilta stýrinu betur að sér en hér er um að ræða nýjung sem engin annar framleiðandi vörubifreiða getur boðið upp á. 
  • Ökumaðurinn hefur betra útsýni yfir veginn úr ökumannshúsinu, ekki síst vegna aukins flatarmáls glugga í húsinu og nýrra endurhannaðra hliðarspegla. 
  • Uppréttari framstoðir í ökumannshúsi auka innra rými um 1 m3. Þetta gerir það að verkum að geymslupláss eykst um 300 lítra og þægindin í húsinu aukast til muna. 
  • Volvo Truck bíður upp á hámarks notkunnar tíma með hinum nýja Volvo FH. Þetta loforð byggir á nýrri tækin þar sem hægt er að fylgjast með sliti íhluta og ástandi ökutækisins í heild. 
  • Eykur arðsemi eigandans

Volvo FH eykur arðsemi fyrir flutningarfyrirtækið á marga vegu,“ segir Claes Nielsson og endar með því að segja: „ og gefur þínum ökumanni tækifæri á því að vinna í vörubifreið ársins 2014 sem er að sjálfsögðu auka bónus.“

Nánar um Volvo FH vörubíla á vefsíðu Volvo Trucks í Bretlandi. Sömu upplýsingar er hægt að nálgast á öðrum tungumálum með því að fara á volvotrucks.com og velja það land sem hentar.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar um Volvo vörubíla með því að hringja í síma 510 9100 eða sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík. Sérfræðingar okkar hjá Velti veita tæknilega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu. Í framhaldi gerum við þér tilboð um verð og afhendingartíma.

Alltaf heitt á könnunni.