Vörubílar til sölu

Vörubílar til sölu

Endursöluverð notaðra vörubíla til sölu skiptir mjög miklu máli við val á nýjum vörubíl. Heildarkostnaður við rekstur vörubíls byggist í megindráttum á þremur þáttum:

 • Kaupverði á nýjum vörubíl
 • Rekstur vörubílsins þ.e. viðhald, viðgerðir, eldsneyti og annar rekstrarkostnaður
 • Endursöluverði vörubílsins

Nýir Volvo vörubílar eru á mjög hagstæðu verði miðað við búnað og gæði og rekstrarkostnaður m.a. viðhaldskostnaður og eldsneytiskostnaður með því lægsta sem þekkist.

Hátt endursöluverð Volvo vörubíla

Volvo vörubílar halda mjög háu endursöluverði og sem er með því hæsta sem þekkist. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar og má m.a. nefna: 

 • Tæknilegt forskot Volvo vörubíla umfram keppinauta
 • Sparneytni
 • Lágur viðhaldskostnaður
 • Ending Volvo vörubíla
 • Þægindi ökumanns
 • Framúrskarandi varahluta- og viðgerðarþjónusta Veltis

Notaðir vörubílar til sölu á alþjóðlegum vef Volvo Trucks

Við erum með notaða vörubíla til sölu, annaðhvort vörubíla sem eru í eigu Veltis og hafa verið teknir notaðir upp í nýja eða vörubíla sem eru í umboðssölu hjá okkur. Á vef Volvo Trucks er öflug leitarvél fyrir notaða vörubíla til sölu frá öllum heimshornum. Skoðaðu úrvalið. Einnig koma oft upp tækifæri til að kaupa Volvo sýningar vörubíla að utan, svokallaða demo trucks.

Hringdu í síma 510 9100, sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8 og fáðu nánari upplýsingar um notaða vörubíla til sölu.

Kynntu þér líka nýja Volvo vörubíla.

Nýttu þér ókeypis auglýsingu fyrir Volvo vörubílinn þinn

Ertu með notaðan vörubíl til sölu? Við bjóðum eigendum Volvo vörubíla að auglýsa þá til sölu hér á síðunni þeim að kostnaðarlausu. Þú þarft bara að útvega góða mynd af bílnum og helstu upplýsingar. Sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8. Við setjum auglýsinguna þína hér á vefinn og vísum áhugasömum beint á þig. Einfalt og ókeypis.

Alltaf heitt á könnunni.

Vörubílar til sölu - auglýsingar

 • Til sölu Renault D cab 4x2

  Til sölu Renault D cab 4x2

  Til sölu Renault D-cab 4x2

  180 hestöfl

  Árgerð 2017

  Ekinn 29.000 km

  Upplýsingar í síma 510 9100 eða með tölvupósti salah8@veltir.is